Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 18:00

LPGA: Sei Young Kim sigurvegari á Blue Bay mótinu

Sei Young Kim sigraði á Blue Bay mótinu, sem var mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Kim lék á 2 undir pari, 286 höggum (70 72 74 70).

Jafnar í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 1 undir pari voru þar Stacy Lewis, Kim Kaufman og Candy Kung.

Sandra Gal var T-5; Lydia Ko og Suzann Pettersen T-8, svo einhverjar séu nefndar af handahófi.

Keppnin var jöfn og spennandi fram á lokaholuna.

Sjá má lokastöðuna á Blue Bay LPGA mótinu með því að SMELLA HÉR: