Hver er kylfingurinn: Justin Thomas?
Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas sigraði á fyrsta PGA Tour mótinu sínu nú um helgina, sunnudaginn 1. nóvember 2015.
Nafnið hefir ekki heyrst oft í golffréttum enda er hér um ungan og feykiefnilega kylfing að ræða.
Hver er kylfingurinn: Justin Thomas?
Justin Thomas, varð í 5. sæti á Web.com Tour Finals í september 2014 og var ungur (21 árs) kominn með fullan keppnisrétt á PGA Tour; í fyrsta skipti keppnistímabilið 2014-2015. Það er því aðeins á 2. keppnistímabili sínu sem Thomas sigrar á PGA Tour móti, sem er stórglæsilegt í þeirri miklu samkeppni sem er á þessari bestu mótaröð heims!
Litið er á Thomas sem mikils framtíðarmanns í bandarísku golfi – enda miklir golfhæfileikar á ferð þar sem Thomas er.
Justin Thomas fæddist í Louisville, Kentucky, 29. apríl 1993 og er því aðeins 22 árs og sá yngsti sem hlotið hefir kortið sitt á PGA Tour.
Thomas lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði the University of Alabama, þar sem hann vann einstaklingskeppnina 6 sinnum. Hann spilaði líka í NCAA Division I Championship liðinu árið 2013. Thomas vann m.a. Haskins Award árið 2012 sem besti kylfingurinn í háskólagolfinu.
Sem áhugamaður lék Thomas í Wyndham Championship á PGA Tour og varð 3. yngsti kylfingurinn til þess að komast í gegnum niðurskurð á PGA Tour móti aðeins 16 ára, 3 mánaða og 24 daga.
Thomas gerðist atvinnumaður í golfi 2013, aðeins 20 ára og komst strax á Web.com Tour gegnum úrtökumót.
Hann vann fyrsta mótið sem hann lék í sem atvinnumaður þ.e. Nationwide Children’s Hospital Championship, 2014.
Thomas hefir þrátt fyrir ungan aldur spilað í mörgum PGA Tour mótum, en besti árangur hans fram til dagsins í gær var T-10 árangur í Farmers Insurance Open árið 2014.
Það verður spennandi að fylgjast með Justin Thomas í vetur!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
