Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 07:00

PGA: Justin Thomas sigraði á CIMB Classic – Myndskeið

Það var bandaríski kylfingurinn Justin Thomas, sem sigraði á móti sl. viku á PGA Tour, CIMB Classic, í Kuala Lumpur í Malasíu.

Hann er sá yngsti til þess að sigra á móti PGA, í sögu mótaraðarinnar, aðeins 22 ára.

Lokaskor Thomas var samtals 26 undir pari, 262 högg (68 61 67 66) – Allt glæsihringir undir 70!!!

Í 2. sæti varð fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Adam Scott aðeins 1 höggi á eftir Thomas og í 3. sæti urðu Kevin Na og Brendan Steele á samtals 24 undir pari, hvor.

Sjá má viðtal við Justin Thomas eftir sigurinn með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á CIMB Classic með því að SMELLA HÉR: