Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2015 | 15:00

Yngvi Marinó stigameistari í piltaflokki á Áskorendamótaröðinni

Áskorendamótaröð Íslandsbanka er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en stigið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröð unglinga:

Í piltaflokki á Áskorendamótaröðinni varð stigameistari Yngvi Marínó Gunnarsson, úr Golfklúbbi Selfoss

Efstu menn á stigalista Áskorendamótaraðarinnar í piltaflokki voru eftirfarndi:

Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Yngvi Marinó Gunnarsson, GOS 5137.50 stig.
2. Brynjar Örn Grétarsson, GO 2287.50 stig.
3. Aðalsteinn Leifsson, GA 1500.00 stig.

Á 1. mótinu, sem fram fór á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysunni sigraði Brynjar Örn Grétarsson, GO á 21 yfir pari, 93 höggum í flokki pilta.  Í 2. mótinu var sigurvegari Aðalsteinn Leifsson úr Golfklúbbi Akureyrar, en það mót fór fram á Svarfhólsvelli á Selfossi. Brynjar Örn varð í 6. sæti og Yngvi Marínó í 8. sæti á heimavelli. Yngvi Marió tók sig síðan á og sigraði síðan á 3., 4.  og 5. mótinu á Áskorendamótaröðinni í piltaflokki, en enginn keppandi var úr piltaflokki á 6. mótinu.