F.v.: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka; Hulda Clara Gestsdóttir, sem varð í 3. sæti í stelpuflokki á stigalista Íslandsbanka 2015 og Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2015 | 12:00

Andrea stigameistari í stelpuflokki á Íslandsbankmótaröðinni – Kinga í 2. sæti – Hulda Clara í 3. sæti!

Það var Andrea Ýr Ásmundsdóttir, úr Golfklúbbi Akureyrar, sem varð stigameistari í stelpuflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og var heiðruð fyrir það á Uppskeruhátíð GSÍ nú í vikunni. Í 2. sæti varð Kinga Korpak úr GS og í 3. sæti Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG.  Hulda Clara var sú eina sem mætti og tók við viðurkenningu sinni.

Hér má sjá efstu 3 á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í golfi 2015 í stelpuflokki:

1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, 8225.00 stig.
2. Kinga Korpak, GS, 7650.00 stig.
3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, 7087.50 stig.

Andrea Ýr varð Íslandsmeistari bæði í höggleik og holukeppni 2015.

Frá vinstri: Ragnar Ólafsson, Alma Rún, Kinga, Andrea, Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka. Mynd: Guðmundur Sigvaldason, Leynir

Frá vinstri: Ragnar Ólafsson, Alma Rún, Kinga, Andrea, Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka. Mynd: Guðmundur Sigvaldason, Leynir

Á fyrsta mótinu sem fram fór á Garðavelli á Akranesi sigraði Kinga í 2. sæti varð Alma Rún og í 3. sæti varð Andrea Ýr.

Á þriðja mótinu sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík sigraði Kinga að nýju Hulda Clara  varð í 2. sæti og Andrea  í 4. sæti.

Frá vinstri: Starfsmaður, Böðvar Bragi, GR; Kristófer Tjörvi, GV; Sigurður Arnar GKG og Kinga, GS; Eva María, GKG og Hulda Clara, GKG; Starfsmaður. Mynd: gsimyndir.net

Frá vinstri: Starfsmaður, Böðvar Bragi, GR; Kristófer Tjörvi, GV; Sigurður Arnar GKG og Kinga, GS; Eva María, GKG og Hulda Clara, GKG; Starfsmaður. Mynd: gsimyndir.net

Kinga Korpak sigraði í 6. mótinu í stelpuflokki en mótið fór fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Hulda Clara varð í 3. sæti en Andrea Ýr í 6. sæti.