Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2015 | 14:00

PGA: Steele og Thomas efstir á CIMB Classic e. 3. dag

Það eru þeir Brendan Steele og Justin Thomas sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á PGA Tour í hálfleik, þ.e. CIMB Classic.

Þeir Steele og Thomas eru báðir búnir að spila á samtals 20 undir pari, 196 höggum; Steele (67 63 66) og Thomas (68 61 67).

Einn í 3. sæti er bandaríski kylfingurinn, sem þekktur er fyrir öll vöggin sín, Kevin Na, aðeins 1 höggi á eftir.

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á CIMB Classic fyrir lokahringinn SMELLIÐ HÉR.