Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2015 | 17:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (32/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 12

Þegar Bing Crosby lá á sjúkrahúsi meðan á Crosby pro-am mót hans fór fram árið 1974, sló hinn svolítið vínglaði söngvinur hans Phil Harris, í sjónvarpsbílinn. Eftir að Johnny millir hafði slegið frekar „smooth“ högg sagði Harris „Jamm, þetta er eins smooth eins og maður sem lyftir kvenmannsbrjósti úr kvölddressi.“ Athugasemdin náðist í upptöku og var sjónvarpað um öll Bandaríkin! Crosby sagði:„Ég var búinn að vera á róandi lyfjum alla vikuna og man varla neitt eftir að hafa horft á mótið í sjónvarpinu. En þessi athugasemd Phil vakti mig!“