Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2015 | 15:50

Evróputúrinn: Jaco Van Zyl efstur í hálfleik á Turkish Airlines Open

Það er Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku sem er efstur á Turkish Airlines Open eftir 2 leikna hringi.

Jaco Van Zyl er búinn að spila á samtals 14 undir pari. Eftir glæsiopnunarhring upp á 61 högg fylgdi hann þessu eftir með skor upp á 69 högg.

Jafnir í 2. sæti eru Englendingarnir Richard Bland og Chris Wood, 2 höggum á eftir Van Zyl.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: