Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2015 | 15:30

Sigurður Arnar stigameistari í strákaflokki á Íslandsbankamótaröðinni!!!

Það var Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem hreppi stigameistaratitilinn í strákaflokki 14 ára og yngri á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og var heiðraður fyrir á Uppskeruhátíð GSÍ 28. október 2015.

Efstu menn á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar 2015 í strákaflokki voru eftirfarandi:

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, 8657.50 stig.
2. Kristófer Karl Karlsson, GM, 7412.50 stig.
3. Andri Már Guðmundsson, GM, 6290.00 stig.

F.v.: Andri, Sigurður Arnar Íslandsmeistari stráka í höggleik og holukeppni 2015 og Kristófer Karl. Mynd: GSÍ

F.v.: Andri, Sigurður Arnar Íslandsmeistari stráka í höggleik og holukeppni 2015 og Kristófer Karl. Mynd: GSÍ

 

Óhætt er að segja að Sigurður Arnar ætti að vera öllum golfáhugamönnum á Íslandi a.m.k. kunnur.  Og hann er á þessu ári, líkt og á undanförnum árum búinn að gera marga góða hluti á Íslandsbankamótaröðinni.

Hann er til að byrja með bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki.  Hann sigraði þ.a.l. á 2. og 4. mótum Íslandsbankamótaraðanna í sínum aldursflokki og varði Íslandsmeistaratitil sinn í holukeppni frá árinu þar áður þ.e. 2014!

Böðvar Bragi Pálsson, GR, sigurvegari lengst til hægri á mynd!

Í 1. mótinu sem fram fór á Garðavelli á Akranesi sigraði Böðvar Pálsson, GR og Sigurður Arnar, Kristófer Tjörvi og Andri Már deildu 2. sætinu. Kristófer Karl varð í 7. sæti á þessu fyrsta móti sumarsins á Íslandsbankamótaraðarinnar.

Í 3. mótinu sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík varð Sigurður Arnar í 4. sæti en kylfingar úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar brilleruðu á því móti – Kristófer Karl sigraði í mótinu; Andri Már varð í 2. sæti og Valur Þorsteinsson í 3. sæti!!! Alslemm hjá GM á verðlaunapallinum!

Kristófer Karl Karlsson, GM - sigurvegari 5. móts Íslandsbankamótaraðarinnar 2015. Mynd: gsimyndir.net

Kristófer Karl Karlsson, GM – sigurvegari 5. móts Íslandsbankamótaraðarinnar 2015. Mynd: gsimyndir.net

Í 5. mótinu sigraði Kristófer Karl, en Sigurður Arnar varð í 2. sæti. Andri Már varð í 7. sæti á þessu móti.

Frá vinstri: Starfsmaður, Böðvar Bragi, GR; Kristófer Tjörvi, GV;  Sigurður Arnar GKG og Kinga, GS;  Eva María, GKG og Hulda Clara, GKG; Starfsmaður. Mynd: gsimyndir.net

Frá vinstri: Starfsmaður, Böðvar Bragi, GR; Kristófer Tjörvi, GV; Sigurður Arnar GKG og Kinga, GS; Eva María, GKG og Hulda Clara, GKG; Starfsmaður. Mynd: gsimyndir.net

 

Sigurður Arnar sigraði loks á 6. og lokamóti Íslandsbankamótaraðarinnar í ár, sem fram fór á Hvaleyrarvelli.  Þar var hann á 9 yfir pari, átti 3 högg á þann sem varð í 2. sæti Kristófer Tjörva Einarsson. Böðvar Pálsson, GR varð síðan í 3. sæti á þessu móti.

Þetta er búið að vera glæsiár hjá Sigurði Arnari í golfinu og hann gerir ekki endasleppt því fyrir tæpri viku, 24. október 2015 sigraði hann á sterku þýsku unglingamóti, German Junior Golf Tour Championship. Stórglæsilegt hjá Sigurði Arnar, sem á framtíðina fyrir sér, tvöfaldur Íslandsmeistari og stigameistari GSÍ í strákaflokki 2015!!!