Gerður Hrönn stigameistari í telpnaflokki á Íslandsbankamótaröðinni!
Það var Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, sem stóð uppi sem stigameistari í telpnaflokki 15-16 ára á Íslandsbankamótaröðinni. Það er nokkuð athyglivert því hún er hvorki Íslandsmeistari í höggleik né holukeppni telpna. Hún tók hins vegar þátt í öllum 6 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar; sigraði í 2 mótum í sínum flokki, varð 3 sinnum í 2. sæti og lakasti árangurinn var 3. sætið á síðasta mótinu. Baráttan var hörð í telpnaflokki í sumar.
Ólöf María Einarsdóttir frá Dalvík varð Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki og sigraði alls í 3 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar. Hún varð í 2. sæti einu sinni og 3. sæti einu sinni og tók ekki þátt í 3. mótinu í Grindavík. Zuzanna Korpak, GS varð Íslandsmeistari í holukeppni telpna.
Helstu keppinautar Gerðar, Ólöf María, GHD og Zuzanna, GS voru hvorugar viðstaddar á Uppskeruhátíð GSÍ, enda um langan veg að fara.
Efstu 3 á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar voru eftirfarandi:
1. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, 8465.00 stig.
2. Ólöf María Einarsdóttir, GHD, 7550.00 stig.
3. Zuzanna Korpak, GS, 6750.00 stig.
Gerður Hrönn sigraði þegar á 1. mótinu á Íslandsbankamótaröðinni, sem fram fór á Garðavelli upp á Skaga. Ólöf María, GHD varð í 2. sæti og Zuzanna Korpak, GS í 3. sæti í þessu fyrsta móti sumarsins 2015. Aðeins munaði 2 höggum á Gerði og Ólöfu Maríu.

Frá vinstri: Pálmi Haraldsson frá Íslandsbanka: Ólöf María, Gerður Hrönn, Zusanna. Mynd:Guðmundur Sigvaldason, Leynir.
Á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem var Íslandsmótið í holukeppni vann Gerður Hrönn, Ólöfu Maríu, 2&0. Það voru því Zuzanna og Gerður Hrönn sem kepptu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þeirri viðureign lauk svo að Zuzanna sigraði 4&3 og varð því Íslandsmeistari í holukeppni.

Íslandsmeistari telpna í holukeppni 2015 Zuzanna Korpa (f.m.); T.v.: Ólöf María Einarsdóttir, GHD, 3. sæti og T.h.: Gerður Hrönn Ragnarsdótir, GR í 2. sæti. Mynd: Golf 1
Á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík sigraði Gerður Hrönn, en í því móti tók Ólöf María ekki þátt og Zuzanna varð í 3. sæti.

F.v.: Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Íslandsmeistari í höggleik í telpuflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR. Mynd: GSÍ
Fjórða mótið á Íslandsbankamótaröðinni í sumar var Íslandsmótið í höggleik. Íslandsmeistari varð Ólöf María, en Gerður varð í 2. sæti.
Á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Hamarsvelli í Borgarnesi sigraði Ólöf María en Gerður varð í 2. sæti.
Á 6. og síðasta mótinu sigraði Ólöf María, Zuzanna varð í 2. sæti og Gerður í 3. sæti.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

