Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2015 | 09:00

Gerður Hrönn stigameistari í telpnaflokki á Íslandsbankamótaröðinni!

Það var Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, sem stóð uppi sem stigameistari í telpnaflokki 15-16 ára á Íslandsbankamótaröðinni.  Það er nokkuð athyglivert því hún er hvorki Íslandsmeistari í höggleik né holukeppni telpna.  Hún tók hins vegar þátt í öllum 6 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar; sigraði í 2 mótum í sínum flokki, varð 3 sinnum í 2. sæti og lakasti árangurinn var 3. sætið á síðasta mótinu.   Baráttan var hörð í telpnaflokki í sumar.

Ólöf María Einarsdóttir frá Dalvík varð Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki og sigraði alls í 3 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar. Hún varð í 2. sæti einu sinni og 3. sæti einu sinni og tók ekki þátt í 3. mótinu í Grindavík.  Zuzanna Korpak, GS varð Íslandsmeistari í holukeppni telpna.

Helstu keppinautar Gerðar,  Ólöf María, GHD og Zuzanna, GS voru hvorugar viðstaddar á Uppskeruhátíð GSÍ, enda um langan veg að fara.

Gerður Hrönn, GR ásamt föður sínum Ragnari Baldurssyni. Mynd: Golf 1

Gerður Hrönn, GR ásamt föður sínum Ragnari Baldurssyni. Mynd: Golf 1

Efstu 3 á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar voru eftirfarandi:

1. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, 8465.00 stig.
2. Ólöf María Einarsdóttir, GHD, 7550.00 stig.
3. Zuzanna Korpak, GS, 6750.00 stig.

Gerður Hrönn sigraði þegar á 1. mótinu á Íslandsbankamótaröðinni, sem fram fór á Garðavelli upp á Skaga. Ólöf María, GHD varð í 2. sæti og Zuzanna Korpak, GS í 3. sæti í þessu fyrsta móti sumarsins 2015.   Aðeins munaði 2 höggum á Gerði og Ólöfu Maríu.

Frá vinstri: Pálmi Haraldsson frá Íslandsbanka: Ólöf María, Gerður Hrönn, Zusanna. Mynd:Guðmundur Sigvaldason., Leynir:

Frá vinstri: Pálmi Haraldsson frá Íslandsbanka: Ólöf María, Gerður Hrönn, Zusanna. Mynd:Guðmundur Sigvaldason, Leynir.

Á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem var Íslandsmótið í holukeppni vann Gerður Hrönn, Ólöfu Maríu, 2&0. Það voru því Zuzanna og Gerður Hrönn sem kepptu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þeirri viðureign lauk svo að Zuzanna sigraði 4&3 og varð því Íslandsmeistari í holukeppni.

Íslandsmeistari telpna í holukeppni 2015 Zuzanna Korpa (f.m.); T.v.: Ólöf María Einarsdóttir, GHD, 3. sæti og T.h.: Gerður Hrönn Ragnarsdótir, GR. Mynd: Golf 1

Íslandsmeistari telpna í holukeppni 2015 Zuzanna Korpa (f.m.); T.v.: Ólöf María Einarsdóttir, GHD, 3. sæti og T.h.: Gerður Hrönn Ragnarsdótir, GR í 2. sæti. Mynd: Golf 1

Á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík sigraði Gerður Hrönn, en í því móti tók Ólöf María ekki þátt og Zuzanna varð í 3. sæti.

F.v.: Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Íslandsmeistari í höggleik í telpuflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR. Mynd: GSÍ

F.v.: Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Íslandsmeistari í höggleik í telpuflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2015 og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR. Mynd: GSÍ

Fjórða mótið á Íslandsbankamótaröðinni í sumar var Íslandsmótið í höggleik.  Íslandsmeistari varð Ólöf María, en Gerður varð í 2. sæti.

Á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Hamarsvelli í Borgarnesi sigraði Ólöf María en Gerður varð í 2. sæti.

Á 6. og síðasta mótinu sigraði Ólöf María, Zuzanna varð í 2. sæti og Gerður í 3. sæti.