Ingi Rúnar tekur við Júlíusarbikarnum f.h. Haraldar Franklín Magnús. F.v.: Ingi Rúnar, Björgvin og Haukur Örn. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2015 | 07:00

Haraldur Franklín hlaut Júlíusarbikarinn

Á Uppskeruhátíð GSÍ, sem haldin var 28. október 2015 var það Haraldur Franklín Magnús, sem hlaut Júlíusarbikarinn.

Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1

Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1

Júlíusarbikarinn er veittur þeim kylfingi sem er með lægsta meðalskorið á Eimskipsmótaröðinni og í ár var það Haraldur Franklín Magnús, GR, með 70,3 högg.

Ingi Rúnar Gíslason íþróttastjóri GR tók við Júlíusarbikarnum fyrir hönd Haraldar Franklín og Björgvin Sigurbergsson afhenti bikarinn fyrir hönd GK, sem gaf bikarinn á sínum tíma, en bikarinn hefir verið veittur árlega frá árinu 1990 og er þetta því í 25. sinn sem Júlíusarbikarinn er veittur.

Bikarinn er gefinn í minningu Júlíusar Ragnars Júlíussonar (f. 17.12.1932 – d. 25.9.1981).

Júlíus Ragnar var afbragðs kylfingur og Keilismaður, sem lést langt um aldur fram, 48 ára í bílslysi í Luxembourg þegar hann var á leið með öðrum kylfingum í landskeppni.