Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2015 | 13:30

Þrjár flottar nýjar golfstelpur! – Jóhanna Lea stigameistari stelpna á Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015!!!

Þrjár flottar, nýjar golfstelpur, sem við getum öll verið stolt af, komu fram á uppskeruhátíð GSÍ í gær – Þær Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR sem er stigameistari stelpna á Áskorendamótaröðinni 2015; Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, sem varð í 2. sæti  og Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR, sem varð í 3. sæti.

Hér má sjá stigin sem þær hlutu á Áskorendamótaröðinni 2015:

1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, 7571.25 stig.
2. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, 6525.00 stig.
3. Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR, 5658.75 stig.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Jóhanna Lea byrjaði vel á 1. móti Áskorendamótaraðarinnar varð í 2. sæti á 1. móti sumarsins á Kálfatjarnarvelli. Á 2. mótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi varð hún T-3 og á 3. mótinu á Kirkjubólsvelli í Sandgerði vann hún sinn 1. sigur af 3 á Áskorendamótaröðinni á þessu keppnistímabili.

F.v.: Frá vinstri: Katrín Lind Kristjánsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Kristín Sól Guðmundsdóttir.

F.v.: Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR;  Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR; Kristín Sól Guðmunds-dóttir , GM, ásamt framkvæmdastjóra GSG.

Jóhanna Lea varð síðan í 5. sæti á 4. móti sumarsins en á 5. og 6. mótinu sigraði hún – og vann því samtals 3 sigra, sem er frábær árangur hjá þessum góða kylfingi sem hún Jóhanna Lea er, úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM. Mynd: Golf 1

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM. á 2. móti Áskorendamótaraðarinnar 2015 á Svarfhólsvelli Mynd: Golf 1

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, stóð sig líka feykivel varð í 3. sæti á 1. mótinu á Kálfatjörn; Hún varð  í 2. sæti á 2. mótinu á Selfossi; Kristín Sól varð í 3. sæti í Sandgerði þ.e. á 3. móti Áskorendamótaraðarinnar; á 4. mótinu varð hún í 2. sæti; hún varð í 5. sæti á 5. mótinu og í 2. sæti á lokamótinu á Seltjarnarnesi 5. september s.l.  Kristín Sól varð þrívegis í 2. sæti á Áskorendamótaröðinni og á eftir að vinna sigur á mótaröðinni, sem eflaust á eftir að vinnast!!!

Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR með kaddý. Mynd: Golf 1

Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR með kaddý. Mynd: Golf 1

Í 3. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar í stelpuflokki varð síðan Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR.  Á 1. mótinu á Kálfatjörn varð Katrín Lind í 5. sæti; á 2. mótinu á Selfossi í 3. sæti; á 3. mótinu í Sandgerði í 2. sæti; á 4. mótinu í 3. sæti; á 5. mótinu í 11. sæti og í lokamótinu í 4. sæti.

Glæsilegur árangur hjá þessum 3 fallegu golfstelpum, sem við eigum vonandi eftir að sjá meira af í framtíðinni!!!