Þrjár flottar nýjar golfstelpur! – Jóhanna Lea stigameistari stelpna á Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015!!!
Þrjár flottar, nýjar golfstelpur, sem við getum öll verið stolt af, komu fram á uppskeruhátíð GSÍ í gær – Þær Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR sem er stigameistari stelpna á Áskorendamótaröðinni 2015; Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, sem varð í 2. sæti og Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR, sem varð í 3. sæti.
Hér má sjá stigin sem þær hlutu á Áskorendamótaröðinni 2015:
1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, 7571.25 stig.
2. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, 6525.00 stig.
3. Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR, 5658.75 stig.
Jóhanna Lea byrjaði vel á 1. móti Áskorendamótaraðarinnar varð í 2. sæti á 1. móti sumarsins á Kálfatjarnarvelli. Á 2. mótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi varð hún T-3 og á 3. mótinu á Kirkjubólsvelli í Sandgerði vann hún sinn 1. sigur af 3 á Áskorendamótaröðinni á þessu keppnistímabili.

F.v.: Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR; Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR; Kristín Sól Guðmunds-dóttir , GM, ásamt framkvæmdastjóra GSG.
Jóhanna Lea varð síðan í 5. sæti á 4. móti sumarsins en á 5. og 6. mótinu sigraði hún – og vann því samtals 3 sigra, sem er frábær árangur hjá þessum góða kylfingi sem hún Jóhanna Lea er, úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM. á 2. móti Áskorendamótaraðarinnar 2015 á Svarfhólsvelli Mynd: Golf 1
Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, stóð sig líka feykivel varð í 3. sæti á 1. mótinu á Kálfatjörn; Hún varð í 2. sæti á 2. mótinu á Selfossi; Kristín Sól varð í 3. sæti í Sandgerði þ.e. á 3. móti Áskorendamótaraðarinnar; á 4. mótinu varð hún í 2. sæti; hún varð í 5. sæti á 5. mótinu og í 2. sæti á lokamótinu á Seltjarnarnesi 5. september s.l. Kristín Sól varð þrívegis í 2. sæti á Áskorendamótaröðinni og á eftir að vinna sigur á mótaröðinni, sem eflaust á eftir að vinnast!!!
Í 3. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar í stelpuflokki varð síðan Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR. Á 1. mótinu á Kálfatjörn varð Katrín Lind í 5. sæti; á 2. mótinu á Selfossi í 3. sæti; á 3. mótinu í Sandgerði í 2. sæti; á 4. mótinu í 3. sæti; á 5. mótinu í 11. sæti og í lokamótinu í 4. sæti.
Glæsilegur árangur hjá þessum 3 fallegu golfstelpum, sem við eigum vonandi eftir að sjá meira af í framtíðinni!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


