Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2015 | 16:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 4. sæti; Bjarki T-42 og Gísli T-80 í Georgia

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU náði þeim glæsilega árangri að landa 4. sætinu í US Collegiate Championship, sem fram fór dagana 16.-18. október s.l. í The Golf Club of Georgia í Alpharetta, Georgia.

Leiknir voru 2 hringir og var skor Guðmundar Ágústs 5 undir pari, (71 68).

Í mótinu léku líka Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK, sem báðir léku fyrir Kent State háskólaliðið í Ohio.

Bjarki varð T-42, á 4 yfir pari (71 77) en Gísli T-80 á óvenjulegum 10 yfir pari (81 73), en hann byrjaði illa eins og sjá má.

Til þess að sjá lokastöðuna á US Collegiate Championship SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Guðmundar Ágústs er 2. nóvember n.k. á Hawaii og hjá Bjarka og Gísla er það Louisiana Classics mótið sem hefst á morgun.