Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2015 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-45 á sterku háskólamóti

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State tóku þátt í Las Vegas Collegiate Showdown, sem fram fór 25.-27. október og lauk því í gær.

Spilaðir voru venju skv. 3 hringir og var samtals skor Guðrúnar Brá, 2 undir pari, 214 högg (74 71 69) og spilaði hún eins og sjá má sífellt betra.

Guðrún Brá varð T-45 í einstaklingskeppninni af 105 keppendum, en golflið Fresno State í 14. sæti af 19 háskólaliðum sem þátt tóku í mótinu

Mótið fór fram í Boulder City, Nevada.  Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er ekki fyrr en á næsta ári en það er Peg Barnard mótið sem fram fer 13. febrúar og Valentínusardag 2016.

Sjá má lokastöðuna á Las Vegas Collegiate Showdown með því að SMELLA HÉR: