Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2015 | 10:00

Þórður Rafn með í 2 úrtökumótum til að komast á PGA mót

Íslandsmeistarinn í höggleik 2015, Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í 2 úrtökumótum, báðum 18 hola, til þess að komast inn á Sanderson Farms Championship og McGladreys Classic mótin, sem eru á bestu golfmótaröð heims, bandaríska PGA.

Um þátttöku sína á úrtökumótunum má lesa eftirfarandi á heimasíðu Þórðar Rafns.

Tók skyndiákvörðun í morgun (ritað 22. október) og skráði mig í tvö úrtökumót til að komast á Sanderson Farms Championship og McGladrey Classic mótin á PGA mótaröðinni. Í báðum tilvikum er fyrst pre-qualifying og komast 25 efstu í monday qualifying. Ég er kominn í Sanderson Farms prequalifying en er á biðlista fyrir McGladrey Classic. Það var einnig mjög freistandi að skrá sig fyrir Mayakoba Classic en var þónokkuð dýrara að fara alla leið til Mexíkó heldur en að taka roadtrip á hin tvö. Úrtökumótin eru einungis 18 holur. Eins gott að spila almennilega, sérstaklega ef maður kemst í Monday Qualifying. Dugar engin par spilamennska. Þarf að skora lágt til að eiga séns. Þetta verður bara gaman. Er búinn að æfa mig síðasta ár að spila aggresíft þ.e. af teig og slá beint á pinna. Fara all-in í stað þess að spila öruggt. Þetta verður því fullkominn vettvangur til að sjá hvort maður hafi batnað í þeim málum.“