Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2015 | 08:05

Evróputúrinn: Rose sigraði í Hong Kong

Það var enski kylfingurinn Justin Rose sem bar sigurorð á UBS Hong Kong Open, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum.

Mótið fór fram í Fanling, í Hong Kong, stóð dagana 22. -25. október og lauk því í dag.

Sigurskor Rose var 17 undir pari, 263 högg (65 66 64 68).

Í 2. sæti varð Daninn Lucas Bjerregaard aðeins 1 höggi á eftir.

Til þess að sjá lokastöðuna á UBS Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: