Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2015 | 07:00

PGA: 4 deila forystunni á Shriners e. 1. dag þegar móti er frestað vegna myrkurs

Það eru 4 forystumenn á Shriners Hospitals For Children, móti vikunnar á PGA, þegar leik var frestað vegna myrkurs.

Þetta er þeir David Hearn frá Kanada og Bandaríkjamennirnir Michael Thompson, Mark Hubbard og Tyler Aldridge.

Allir hafa þeir kumpánar spilað 1. hring á 7 undir pari, 64 höggum.

Í 2. sæti, sem stendur er 11 manna hópur kylfinga sem allir hafa spilað á 6 undir pari og eru því aðeins 1 höggi á eftir.

Meðal þeirra eru Ryo Ishikawa og Henrik Norlander.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag Shriners með því að SMELLA HÉR: