Tiger trúir því að endurkoma hans verði sú stærsta til þessa
Tiger varð að gangast undir óáætlaða skurðaðgerð á baki í síðasta mánuði og sagði að bata plönin útheimtu mikinn tíma og erfiði.
Hann sagði nýlega í viðtali: „Endurhæfingin byrjar fljótlega og verður erfið og tímafrek.“
„Síðast tók það mig langan tíma að ná mér aftur. Sumir leikmenn á túrnum hafa gengist undir það sama og það tók þá meira en 1 ár að ná sér.“
Eftir fyrri bakaðgerð Tiger var hann aðeins 3 mánuði að jafna sig, þ.e. í fyrra og vonandi að hann taki sér lengri tíma nú.
Hann var nefnilega langt frá sínu venjulega góða formi þegar hann sneri aftur.
„Á þessu ári reyndi ég að spila eftir bakuppskurðinn og það var ekki gaman vegna alls verkjarins. Einnig eftir þann uppskurð var ég að breyta sveiflu minni og til þess að gera það vel verður maður að æfa vel og ég gat ekki æft vegna þess að ég var í endurhæfingu.„
„Það var mjög flókin staða vegna þessa.“
Hann sagði í júlí s.l. að hann hefði snúist um 180° verið að breyta golfsveiflunni og ná sér eftir bakuppskurð. Þegar þetta er lagt saman er það „hið fullkomna óveður.“ (Ens.: The perfect storm)
„Ég varð að berjast í þessu tvennu á sama tíma.“
Tiger verður 40 ára í desember en hann segir að sér finnist hann ekki vera langt frá formi sem hann var í 2013 – en það ár vann hann 5 mót og var valinn leikmaður ársins. Hann er líka enn með það markmið að slá við risamótsmeti Jack Nicklaus.
„Það er mér mikilvægt að hafa sigrað á fleiri en 18 mótum þegar allt er sagt og gert.“
„Það tók Jack (Nicklaus) allan ferilinn að ná því og minn (ferill) er langt því frá búinn. Ég trúi því að ég eigi enn eftir nokkur góð mót næstu 20 árin á túrnum. Aðalatriðið er að vera í góðu formi og ná árunum 40 heilbrigður og eins árangursríkur og
Vijay [Singh].
Ef Woods ætlar að eiga nokkurn veginn séns á að ná þessu verður hann að ná sér í bakinu og laga sveiflu sína líka!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
