Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2015 | 07:30

Evróputúrinn: Wei-Chih Lu og Andrea Pavan efstir snemma 1. dag á UBS Hong Kong Open

Nú stendur yfir 1. hringur UBS Hong Kong Open, en mótið er hluti og mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Tveir kylfingar deila sem stendur efsta sætinu þeir Wei-Chih Lu og Andrea Pavan.

Báðir eru búnir að spila á 6 undir pari, 64 höggum.

Aðeins 1. höggi á eftir, á 5 undir pari er CT Pan frá Tapei.

Til þess að fylgjast með stöðunni á UBS Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: