Poulter heldur Ryderdraumnum vakandi þökk sé Rich Beem
Ian Poulter getur þökk sé atvinnukylfingnum Rich Beem haldið í drauma um að spila í Ryder Cup fyrir lið Evrópu 2016.
Þegar heimslistinn var birtur á sunnudagskvöldið s.l. hafði Poulter fallið úr topp-50 í fyrsta sinn frá árinu 2016.
Þetta þýddi að Poulter var ekki lengur með undanþágu til að spila í WGC-HSBC Champions, sem fram fer eftir 2 vikur.
Það að hann gat ekki spilað í því móti, því öðru af 4 í Race to Duabi Final Series, hefði leitt til þess að hann fullnægði ekki skilyrðunum um að spila í 13 mótum, sem Evrópumótaröðin gerir kröfu um, þ.e. lágmarksþátttaka í mótum, til þess að hann haldi korti sínu.
Eina leiðin til að komast inn í mótið var á undanþágu styrktaraðila. Poulter var næstur í röðinni á eftir Beem, sem hætti við þátttöku í mótinu til þess að halda Ryder Cup draumum Poulter vakandi.
Poulter kemur til Hong Kong í kvöld og mun því ekki hafa mikinn tíma til æfinga. Þar skiptir líka minnstu. Aðalatriðið er að hann er með! ….. og spilar sig vonandi inn í liðið og þarf ekki að stóla á að vera val fyrirliða.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
