Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2015 | 09:00

Poulter heldur Ryderdraumnum vakandi þökk sé Rich Beem

Ian Poulter getur þökk sé  atvinnukylfingnum Rich Beem haldið í drauma um að spila í Ryder Cup fyrir lið Evrópu 2016.

Þegar heimslistinn var birtur á sunnudagskvöldið s.l. hafði Poulter fallið úr topp-50 í fyrsta sinn frá árinu 2016.

Þetta þýddi að Poulter var ekki lengur með undanþágu til að spila í WGC-HSBC Champions, sem fram fer eftir 2 vikur.

Það að hann gat ekki spilað í því móti,  því öðru af 4 í Race to Duabi Final Series, hefði leitt til þess að hann fullnægði ekki skilyrðunum um að spila í 13 mótum, sem Evrópumótaröðin gerir kröfu um, þ.e. lágmarksþátttaka í mótum, til þess að hann haldi korti sínu.

Eina leiðin til að komast inn í mótið var á undanþágu styrktaraðila.  Poulter var næstur í röðinni á eftir Beem, sem hætti við þátttöku í mótinu til þess að halda Ryder Cup draumum Poulter vakandi.

Poulter kemur til Hong Kong í kvöld og mun því ekki hafa mikinn tíma til æfinga. Þar skiptir líka minnstu. Aðalatriðið er að hann er með! ….. og spilar sig vonandi inn í liðið og þarf ekki að stóla á að vera val fyrirliða.