Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2015 | 12:00

Jordan Spieth tekur þátt í Singapore Open

Jordan Spieth, leikmaður ársins á PGA Tour tekur þátt í Singapore Open n.k. janúar þegar mótið fer fram að nýju eftir 3 ára hlé.

Spieth sem sigrað hefir í 5 mótum á árinu, þá.m. Masters og Opna bandaríska sagði að „hann hlakkaði virkilega til.

Ég er mjög heppinn að vera að spila golf um allan heim og get ekki beðið eftir að fara að komast til Singpúr í fyrsta sinn,“ sagði Spieth.

Spieth var í bandarísku sveitinni sem sigraði forsetabikarinn í Suður-Kóreu fyrr í mánuðnum.

Japanski Sumitomo Mitsui Banking Corporation mun styrkja mótið m.a. með því að reiða fram vinningsupphæðina sem verður $1 milljón.

Mótið fer fram í Sentosa golfklúbbnum 28-31.janúar 2016.

Hætt var við þetta fyrrum asíska mót sem var með hæsta verðlaunaféð; 6 milljónir dollara, árið 2013 þegar breski Barclays bankinn hætti að styrkja það, en það fór síðast fram í nóvember 2012

Meðal fyrrum keppenda á mótinu eru m.a.Phil Mickelson, Ernie Els og Rory McIlroy. Adam Scott hefir unnið á mótinu þrívegis þ.e.  2005, 2006 og 2010,  meðan Matteo Manassero vann síðasta mótið sem var haldið, árið 2012.

Mótið mun verða sameiginlegt mót Asíumótaraðarinnar og japanska PGA.