Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (27/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 17

„Dufnering“ var alveg nýtt hugtak í golfi.  En allir voru að Dufnerast.  Hvað gerir maður eiginlega þegar maður situr á höndum sér, rekur fram magann og lítur út fyrir að hafa ekki neinn áhuga? Jason Dufner tók þátt í góðgerðarverkefni á vegum PGA Tour, sem fólst í því að heimsækja skóla og fræg mynd var tekin af honum í þessari stellingu sem varð fræg. Innan 24 tíma varð „Dufnering“ hugtak…. og sá sem ekki vakti athygli á sér  einn hógværasti kylfingur PGA mótaraðarinnar varð þekktur af endemum á örskotsstundu.