Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2015 | 18:00

Bubba ættleiðir stelpuna Dakota

Bandaríski PGA Tour kylfingurinn Bubba Watson og eiginkona hans, Angie, hafa nú ættleitt annað barn sitt, litlu stelpuna, Dakotu.

Þau hjónakornin ættleiddu fyrsta barn sitt 2012, þegar Bubba sigraði í fyrra sinn á Masters … soninn Caleb.

Bubba sagði í viðtali í Golfweek í júní 2014 að hann og eiginkona hans væru við það að ættleiða annað barn sitt.

Á jóladegi í fyrra tilkynnti Bubba að þau hefðu ættleitt annað barn sitt, dótturina Dakota.

Bubba sagði hins vegar að ættleiðingin væri ekki formlega gengin í gegn, en nú 10 mánuðum síðar getur hann andað léttar því Dakota er lögformlega orðin dóttur þeirra Angie!

Frábært því ekkert er eins mikil blessun og börn – Aldrei að vita nema Dakota Watson verði næsta stórstjarna Bandaríkjanna í golfinu eftir svona 16 ár!