Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (23/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 21

Með kvikmyndinni „Swingers“ frá 1996 var ferlum kvikmyndaleikaranna Vince Vaughn, Jon Favreau og Ron Livingston hleypt af stokkunum.  Þeir eiga í löngum og innilegum samræðum á golfbrautinni um persónuleg vandamál sín sem eru jafn misheppnum og golfleikur þeirra. Þegar Favreau og Livingston ná loks að setja boltann ofan í verða þeir að geta sér til um skorið. „Hvað varst þú með?“ Svar: „Ég var með 8 eða 9″ „Ég gef þér 8″ Hvað varstu með „Ég var með 8″

Sjá má myndskeiðið með golfatriðinu úr „Swingers“ með því að SMELLA HÉR: