Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (22/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 22

Í einum þætti af „The Munsters,“ bandarískum sjónvarpsþætti frá árinu 1960 veldur Herman, sem er líkastur Frankenstein heilmiklum uppsteyt á golfvelli – þ.á.m. skilur hann eftir för í teig á stærð við gólfmottur (sem voru látnar fljúga framhjá kvikmyndatökuvélinni með gömlu Hollywood trikki).  Eddie, sonur Herman í þættinum segir um högg föður síns: „Þetta er í röffinu á 3. holu, 1500 yarda í burtu.“  Sjá má þetta atriði en margir Bandaríkjamenn eiga nostalgískar minningar frá þessum sjónvarpsþáttum með því að SMELLA HÉR: