Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín kylfingur mánaðarins í Sun Belt deildinni
Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur náð góðum árangri á fyrstu þremur mótum keppnistímabilsins í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Haraldur, sem leikur með Louisiana – Lafayette háskólaliðinu, var kjörinn kylfingur septembermánaðar í Sun Belt deildinni.
Árangur Íslandsmeistarans frá árinu 2012 á fyrstu þremur mótum tímabilsins er sá besti á háskólaferli hans til þessa. Haraldur hefur verið á meðal 10 efstu á þremur mótum og meðalskor hans er 69,67 högg sem er það 12. besta á landsvísu í bandaríska háskólagolfinu.
Haraldur hefur leikið á pari eða betur á átta hringjum af alls níu og besta skor hans á 54 holum á þessu tímabili er 6 högg undir pari vallar. Því skori náði hann á Sam Hall mótinu þar sem hann endaði í sjöunda sæti. Haraldur endaði í fjórða sæti á -5 höggum undir pari á Sun Belt Conference Fall Preview mótinu.
Hann var á -4 samtals á Cabo Del Sol mótinu þar sem hann varð einnig í fjórða sæti. Haraldur er á lokaári sínu hjá Louisiana – Lafayette háskólaliðinu og hann hefur tvívegis leikið á 67 höggum í móti á þessu tímabili sem er besti árangur hans á háskólaferlinum.
Næsta mót hjá Haraldi og félögum er í þessari viku þar sem leikið verður á David Toms mótinu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
