Bjarki Pétursson, GB. Foto: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2015 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki lauk keppni T-12, Guðmundur Ágúst T-52 og Gísli í 56. sæti í Tennessee

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Bank of Tennessee mótinu í bandaríska háskólagolfinu, en mótið fór fram 9.-11. október s.l.

Þetta eru þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og félagar í ETSU og Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State.

Í mótinu tóku þátt 84 keppendur frá 15 háskólum.

Best af Íslendingunum í mótinu stóð sig Bjarki Pétursson, GB en hann varð T-12 með skor upp á 3 undir pari, 213 högg (73 71 69).

Guðmundur Ágúst, GR varð T-52 á 7 yfir pari, 223 höggum (79 71 73) og Gísli Sveinbergs, GK  hafnaði í 56. sæti á 8 yfir pari, 224 höggu (73 77 74).

Kent State varð T-6 í liðakeppninnni en ETSU í 10. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna í  Bank of Tennessee mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Guðmundar Ágústs og ETSU er eftir nokkra daga US Collegiate Championship í Georgía 16. október n.k. og Bjarki, Gísli og Kent State  taka einnig þátt í því móti.