Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2015 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-30 í Texas

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar í Fresno State luku í gær keppni á Ron Moore mótinu í Texas.

Alls voru þátttakendur 99 frá 18 háskólum. Mótið stóð 9.-11. október 2015 og lauk í gær.

Guðrún Brá lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum, (70 76 76) og varð T-30.

Golflið Fresno State, The Bulldogs hafnaði í 8. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er 25. október, í Las Vegas, Nevada.