Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (19/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 25

Ben Hogan var með fullkomna fullkomnunaráráttu og það átti líka við allt niður í aukabroddinn undir skónum hans. Ef stæla átti hann varð fyrst og fremst að vera með smáatriðin á hreinu.  Í kvikmydinni „Follow the Sun“ fór Glenn Ford með hlutverk Hogan.  Hann var ágætis leikari en algjört O á golfvellinum; allt sem hann gat farið úrskeiðis á því sviði fór úrskeiðis hjá honum. Tillitsamt eðli Ford var í hrópandi andstöðu við krefjandi kuldalega framkomu Hogan. Goðsagnarkennda hvíta derið var trúðslega stórt (á Ford). Þegar leikarinn hélt á kylfu eða sveiflaði henni, þá tóku þeir sem til sáu bakföll af hlátri. Nú er nægur tími liðinn þannig að nú er bara hlegið.

Sjá má atriði úr „Follow the Sun“ með því að SMELLA HÉR 1: 

SMELLA HÉR 2: 

SMELLA HÉR 3:

SMELLA HÉR 4:

SMELLA HÉR 5:

SMELLA HÉR 6:

SMELLA HÉR 7:

SMELLA HÉR 8:

SMELLA HÉR 9: