Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2015 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-24 e. 2. hring í Texas

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og The Bulldogs golflið Fresno State eru sem stendur að keppa á stóru háskólamóti í Texas, þar sem gestgjafinn er University of Denver í Colorado.

Alls eru þátttakendur 99 frá 18 háskólum. Mótið stendur 9.-11. október 2015 og lýkur því í dag.

Eftir 2. keppnisdag er Guðrún Brá T-24; hefir leikið á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (70 76).

Fresno State er í T-11 í liðakeppninni.

Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá og Fresno State á lokahringnum í dag með því að SMELLA HÉR: