Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (18/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 26

Drekka, éta, fjárhættuspil og vera handtekinn: ferill John Daly er einn sá skrautlegasti á PGA Tour og samanborið við hvaða kylfing sem er.  Daly sér okkur fyrir fyndnum og ekki svo fyndnum minningum. Árið 2008 átti hann eitt sinn viðtal við golffréttamann frá  Springfield, Missouri. skyrtulaus, en engu að síður með allt fullkomlega undir sinni stjórn (þ.e. engin feimni við að sýna nakta húð). Eftir að hafa auglýst golfklúbbinn sinn Murder Rock Golf Club, bætir Daly við þessum ógleymanlegu orðum sem orðin eru klassísk í golfinu: „Don’t underestimate the fat man.“ (Vanmetið ekki feita karlinn!)  Til að sjá myndskeið af viðtalinu SMELLIÐ HÉR: