Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2015 | 07:00

Evróputúrinn: Fitzpatrick og Aphibarnrat efstir f. lokahring British Masters

Það eru enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick og thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat sem eru efstir fyrir 4. og síðasta hring British Masters, sem leikinn verður í dag.

Það eru ekki margir sem kannast við þessa tvo þannig að hér má sjá kynningu Golf 1 á Fitzpatrick með því að  SMELLA HÉR:  og kynningu á Aphibarnrat með því að SMELLA HÉR: 

Aphibarnrat og Fitzpatrick eru báðir búnir að spila á samtals 12 undir pari, 201 höggi; Aphibarnrat (67 67 67) og Fitzpatrick (64 69 68).

Hinn danski Sören Kjeldsen og Fabrizio Zanotti frá Paraguay deila 3. sætinu aðeins 1 höggi á eftir á samtals 11 undir pari, hvor.

Til þess að fylgjast með lokahring British Masters SMELLIÐ HÉR: