Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2015 | 11:00

LET Access: Hörkubyrjun hjá Valdísi Þóru á 3. hring

Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í síðasta mótinu á LET Access mótaröðinni í ár, sem fram fer á  Nayland Hotel Golf & Spa í Englandi og ber heitið WPGA International Challenge.

Þriðji þ.e. lokahringurinn er hafinn og Valdís Þóra er í augnablikinu að spila hreint ótrúlega flott golf!!!

Á fyrstu 5 holunum er hún 5 undir pari, búin að fá 1 örn á par-5 4. holunni og 3 fugla.  Glæsilegt hjá Valdísí Þóru og vonandi að framhald verði á!!! Valdís Þóra er sem stendur í 4. sæti og vonandi að hún verði áfram í fuglasöngnum og fari alla leið á toppinn!!!

Sem stendur er Ólafía Þórunn á sléttu pari, líka búin að spila 5 holur og í 9. sæti

Fylgjast má með stúlkunum okkar á WPGA International Challenge með því að SMELLA HÉR: