Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2015 | 10:00

Forsetabikarinn: USA 9 1/2 – Alþjóðaliðið 8 1/2

Nú er fjórmennings og fjórboltaleikjum Forsetabikarsins lokið og einungis tvímenningsleikir sunnudagsins (þ.e. morgundagsins) eftir.

Forsetabikarinn er í raun með Ryder bikars fyrirkomulagi og margir spenntir fyrir hvernig tvímenningsviðureignirnar fara.

Leikið er á golfvelli Jack Nicklaus golfklúbbnum í Songdo, Incheon í Kóreu.

Fjórboltaleikir laugardagsins fóru eftirfarandi (sigurliðið feitletrað): 

J.B. Holmes og Bubba Watson g. Louis Oosthuizen og Branden Grace 1&0

Phil Mickelson og Zach Johnson g. Adam Scott og Anirban Lahiri  3&2

Jimmy Walker og Chris Kirk g. Sangmoon Bae og Hideki Matsuyama 6&5  (rassskelling!)

Patrick Reed Jordan Spieth g. Jason Day Charl Schwartzel 3 & 2

Munurinn á liðunum er lítill – aðeins 1 vinningur skilur að!

Sjá má stöðuna í Forsetabikarnum með því að SMELLA HÉR: