Lee Westwood setur börnin í 1. sæti – snýr baki við Bandaríkjunum
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Lee Westwood) segir að lögskilnaður sinn hafi valdið breytingu á einbeitingu sinni og að hann sé að snúa aftur á Evróputúrinn, nú þegar hann sé að reyna að koma lagi á líf sitt.
Mót vikunnar á Evróputúrinum, British Masters hófst í dag og þegar það fór síðast fram 2008, þá var Lee Westwood óheppinn að halda ekki titli sínum, en hann tapaði þá fyrir Spánverjanum Gonzalo Fernández-Castaño á 3. holu bráðabana á Belfry, en var þá enn í uppsveiflu, sem leiddi síðar á því ári (2008) til þess að hann varð í 1. sæti heimslistans.
Nú 7 árum síðar þegar mótið er aftur á dagskrá hjá Evróputúrnum, í Woburn, þá er Westy eins og Lee Westwood er oft nefndur að raðasaman brotunum eftir lögskilnað, sem honum finnst ekki hafa eftirlátið honum aðra kosti en að yfirgefa PGA Tour og Bandaríkin.
Westy er nú 42 ára og aðeins í 44. sæti heimslistans og stefnir niður á við sem gæti orðið til þess að hann hljóti ekki þátttökurétt í risamótum næsta árs. En Westy sjálfur viðurkennir ekki að hann hafi miklar áhyggjur af því
Eftir 16 ára hjónaband þá var ósættanlegt missætti milli hans og þáverandi eiginkonu hans Laurae og börnum þeirra tveimur- Sam, 14 ára og Poppy, 10 ára – þannig að fjölskylda Westy flutti úr hallarlíku heimili þeirra í in Palm Beach Gardens aftur til foreldra Laurae í Lothians. Westy hefir nú líka ákveðið að koma aftur heim til Englands, en eftir aðeins 3 ár endaði bandaríski draumurinn bara í endurkomu heim til Englands.
Westy er með frábæran feril í the British Masters þar sem hann landaði 1. sætinu árið 2007 og 2. sætinu 2008, áður en mótið tók sér hlé í 7 ár.
Westy segir að ferill sinn sé aðeins í 2. sæti nú: „Ég hef alltaf sagt að ég hafi forgangsröð og golfið væri ekki það mikilvægasta, það eru augljóslega börnin mín nú. Ég flyst aftur til Bretlands, hef gefið frá mér keppnisrétt á PGA Tour af persónulegum ástæðum og mun aðallega spila á Evróputú´rnum, þannig að ég geti verið þar sem ég þarf að vera.
Þegar Westy fór frá Worksop í desember 2012 þá var hann í 6. sæti heimslistans. Þrátt fyrir 3 sigra á alþjóða vísu á þeim tíma sem og T-3 árangur í Opna breska, þá hefir honum til dagsins í dag ekki tekist að sigra í risamóti.
„Ég veit ekki hvað það gerir leik mínum – ég hef virkilega ekki hugsað um það – en að búa í Bandaríkjunum hefir ekki fært leik minn þanngað sem ég vonaðist eftir,“ sagði Westi.
„Ég hef fallið mikið niður heimslistann og ég verð að hugsa gang minn þar og spila vel og halda mér í topp-50. Ég trúi enn að ég geti hækkað mig. Ég er 42 ára og hef fallið um nokkur sæti en ég er enn í fínu formi – þannig að þetta kostar bara mikla vinnu.“
„Það er enginn töfrasproti sem ég get sveiflað. Ég fer bara aftur í grundvallaratriðin, æfi, vinn á æfingasvæðinu að slá beint og nálægt holu.“
Þetta hljómar svo einfalt og það væri það auðvitað ef golf snerist bara um að svitna og um endurtekningar.
En eins og Notah Begay, fyrrum PGA Tour sigurveganrinn og vinur Tiger Woods sagði þegar Tiger gekk í gegnum skilnað sinn: „Það er erfitt að keppa þegar allt sem maður hefir í höfðinu eru dyr sem skelltar eru á mann.“
Westy er sammála þessu. „Það er ekkert leyndarmál að leik mínum hefir hrakað á þessu ári. Við vitum að golfið er svo mikil andleg íþrótt og það er margt, sem hefir átt sér stað sem hefir haft áhrif á andlegu hliðina. En ég er smátt og smátt að reyna að koma skikki á það og þegar ég er búinn að raða öllum öndum mínum upp (léleg þýðing á enska orðasambandinu „When I have all my ducks in a row“) þá get ég einbeitt mér að golfinu aftur.“
„Ég ætla ekki að ljúga – golfið hefir ekki eins mikla þýðingu fyrir mig og það hafði, segjum svona fyrir 5 árum,“ sagði Westy. „Ég er enn reiðubúinn að vinna í því. Hvað Ryderinn viðkemur, þá hef ég augljóslega tekið þátt í 9 keppnum í röð og vil halda áfram. Ég fæ mest út úr Rydernum af öllum mótum sem ég tek þátt í En ef ég verð ekki í mótinu sem leikmaður þá myndi ég allt eins vilja vera í bakherberginu. Mig myndi langa til að aðstoða Darren (Clarke), með það að markmiði að verða fyrirliði (evrópska) liðsins í framtíðinni.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


