Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2015 | 08:55

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli báðir T-13 e. fyrri dag í Ohio

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State  eru að keppa á Cleveland State Invitational.

Leikið er í Aurora, Ohio 5.-6. október og gestgjafi er Cleveland State University.

Keppendur eru 78 frá 13 háskólum.

Eftir fyrri keppnisdag eru Bjarki og Gísli jafnir í 13. sætinu, sem þeir deila ásamt 3 öðrum.

Báðir hafa leikið á 2 yfir pari, 146 höggum; Bjarki (75 71) og Gísli (73 73).

Golflið Kent State, The Golden Flashes er í 1. sæti fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag.

Fylgjast má með gengi Gísla og Bjarka með því að SMELLA HÉR: