Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2015 | 19:15

Evróputúrinn: Olesen sigraði á Alfred Dunhill mótinu!!!

Danski snillingurinn Thorbjörn Olesen sigraði á Alfred Dunhill mótinu, sem að venju fór fram á 3 glæsilegustu völlum Skotlands, St. Andrews, Kingsbarns og Carnoustie.

Olesen lék á samtals 18 undir pari, 199 höggum (68 66 65).

Hann átti 2 högg á þá sem næstir komu þ.e. Bandaríkjamennina Brooks Koepka og Chris Stroud, sem léku samtals  á 16 undir pari, hvor.

Sjá má viðtal við sigurvegarann Olesen með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR: