Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2015 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-54 í MacDonald Cup

Rúnar Arnórsson GK og félagar í Minnesota State tóku þátt í The MacDonald Cup, sem fram fór í New Haven, Conneticut, í gær, 3. október 2015. Gestgjafi var Yale háskólinn..

Rúnar lék á samtals 15 yfir pari, 155 höggum (77 78) og varð T-54 í einstaklingskeppninni.

Golflið Minnesota varð í 3. sæti í mótinu af 15 háskólaliðum sem þátt tóku.

Sjá má lokastöðuna í MacDonald Cup með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Minnesota State golfliðsins er Alister Mackenzie mótið sem fram fer 12. október n.k. í Fairfax, Kaliforníu.