Hver er kylfingurinn: Jerry Pate?
Jerome Kendrick „Jerry“ Pate fæddist í Macon, Georgíu 16. september 1953 og er því 62 ára.
Hann var í University of Alabama, þar sem hann spilaði með golfiði Crimson Tide. Pate átti framúrskarandi áhugamannsferil – hann sigraði á 1974, og á árinu þar á eftir (1975) var hann í sigurliði Bandaríkjanna í Walker Cup og the Eisenhower Trophy. Hann fékk líka medalíu fyrir að vera sá áhugamaður á Opna bandaríska 1975, sem var með lægsta skorið.
Pate gerðist atvinnumaður 1975 og náði strax inn í fyrstu tilraun á PGA Tour í gegnum Q-school – Ekki nóg með það hann varð í efsta sæti allra í Q-school. Á nýliðaári sínu 1976 vann hann fyrsta og eina risamótstitil sinn í Opna bandaríska og eins sigraði hann á Canadian Open. Það þarf engum að koma á óvart að Pate var valinn nýliði ársins þetta ár sem og leikmaður ársins – ásamt öðrum (þ.e. hann var C0-Player ársins eins og það heitir á ensku).
Hann vann 6 aðra sigra á PGA Tour á árunum 1977-1982 og eins nokkur önnur mót um heiminn. Pate var í sigurliði Bandaríkjanna í Ryder Cup 1981, en axlarmeiðsl settu strik í feril hans; síðasti sigur hans á PGA Tour kom þegar hann var aðeins 28 ára.
Þessi síðasti sigur Pate á PGA Tour var á The Players Championship, sem var í fyrsta sinn sem mótið fór fram á TPC Sawgrass. Pate hélt upp á sigurinn eins og komið hefir fram hér í annari frétt í dag með því að henda golfvallarhönnuðnum og framkvæmdastjóra PGA Tour Deane Beman í vatnið við 18. flöt og stökk síðan inn sjálfur! Sjá með því að SMELLA HÉR:
Pete var síðan golffréttamaður og skýrandi á ABC, CBS og BBC og setti á laggirnar golfvallarhönnunarfyrirtæki sem og golfvallargrastorfu og vökvunarfyrirtæki.
Á árunum milli PGA Tour og Champions Tour settist Pate aftur á skólabekk í University of Alabama og kláraði BA gráðu sína í Administrative Science (stjórnunargráða). Dóttir hans, Jenni, útskrifaðist sama ár og frá sama skóla og pabbi hennar fékk gráðuna, 2001
Pate hannaði the Kiva Dunes árið 1995 og the Ol’ Colony Golf Complex árið 2000, sem er heimavöllur the Alabama Crimson Tide golf team. Árið 2006, sigraði Pate í fyrsta sinn á Champions Tour þ.e. á the Outback Steakhouse Pro-Am. Pate hefir vegna meiðsla ekki getað spilað eins mikið á Champions Tour og hann hefði óskað en hann gekkst m.a. undir aðgerð á vinstra hné (ens.: arthroscopic left-knee surgery) árið 2010. Jerry Pate býr í Pensacola, Flórída.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
