Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2015 | 12:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (12/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 33

Nokkuð fyndin uppákoma átti sér stað á Players Championship 1982 þegar Jerry Pate henti golfvallarhönnuðinum Pete Dye og framkvæmdastjóra PGA Tour, Deane Beman í vatn og stakk sér síðan á eftir þeim.

Allir voru reiðir út í Deane,“ sagði Pate. „Það var bara allt að Players Club,í huga leikmannanna.“ Eftir að ná fugli á síðustu holunni, sá ég Deane gekk að honum og sagði: „Þú ættir virkilega að láta Judy [Beman eiginkonu Deane] fá veskið þitt – ég ætla að henda rassgatinu á þér í vatnið.“ Þetta kome Pete hins vegar algerlega á óvart.

Sjá má myndskeið af uppákomunni með því að SMELLA HÉR: