Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2015 | 20:30

Kvennasveit GR í 4. sæti á European Ladies Club Trophy – Ragnhildur best í 7. sæti!!!

Kvennasveit GR landaði 4. sætinu á European Ladies Club Trophy sem fram fór í Ungverjalandi 1.-3. október 2015 og lauk í dag. Leikið var á golfvelli Tate Old Lake golfklúbbsins.

Kvennasveit GR var skipuð Ragnhildi Kristinsdóttur, Sögu Traustadóttur og Berglindi Björnsdóttur.

Ragnhildur var best í kvennasveit GR lék hringina 3 á samtals 10 yfir pari, 22o höggum (79 70 71) og varð í 7. sæti!!! Glæsilegur árangur hjá Ragnhildi!

Næstbest í GR-sveitinni var Berglind Björnsdóttir, sem lék á samtals 15 yfir pari, 225 höggum (76 72 77).

Miklar sveiflur voru í leik Sögu. Hún hóf keppnina afar illa á 82 höggum kom síðan tilbaka með 17 högga sveilfu – lék á glæsilegum 65 höggum, sem var langbesta skorið hjá GR-sveitinni í mótinu, en í dag lék Saga aftur á 82 höggum en varð samt T-15 af 42 keppendum.

GR-sveitin varð í 4. sæti af 14 sveitum, sem teljast verður mjög flottur árangur!!!

Sjá má lokastöðuna á European Ladies Club Trophy 2015 með því að SMELLA HÉR: