Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2015 | 08:00

Karen Garcia sigraði á US Senior Women´s Amateur

Það var Karen Garcia, sem sigraði á U.S. Senior Women’s Amateur s.l. fimmtudag á Hillwood Country Club, en hún sigraði Pamelu Kuong 1&0.

Hin 53 ára Garcia er frá Cool, Kaliforníu (hversu svalt er þetta?)

Garcia hét fyrir giftingu Karen Vipond og spilaði m.a. hafnarbolta með Oregan Ducks 1981 og 1983 og er þekkt, sem slík í bandaríkjunum.

Kuong, 54 ára er frá Wellesley Hills, Massachusetts.

Mótið er með holukeppnisformi og er fyrir kvenkylfinga 50 ára og eldri.