Dagar kvennateigana taldir?
Þeir dagar þar sem karlar og konur spiluðu saman golf en af sitthvorum teignum gæti nú heyrt fortíðinni til.
Það eru alltaf fleiri klúbbar að hætta við notkun á karla- og kvennateigum og koma með teiga þar sem félagsmenn geta bara spilað af á grundvelli hæfni og áhuga.
Ástæðurnar á bakvið þessar breytingar eru að hvetja á þá sem eru að bæta sig; hvatning til eldri kylfinga, sem hætta oft fremur að spila heldur en að fara á „kvennateigana“ og markaðssetningarátak í social golfi þ.e. almenningsgolfi.
Kylfingar sem verða styttri með aldrinum geta þá bara fært sig framar; þeir sem eru bestir farið aftast og þeir sem eru bara að leika sér geta verið á þeim teigum sem þeim langar eftir hæfni og áhuga.
Þeir sem vilja spila af gulum og rauðum áfram geta gert það – stimpillinn er bara tekinn af að konur séu styttri (og þar með lélegri kylfingar).
Slíkir ókynbundnir teigar eru algengir í Bandaríkjunum og konceptið er að ná fótfestu í einu aðalvígi golfsins, Bretlandseyjum.
Gemma Hunter, sem er England Golf’s Handicap & Course Rating Manager, sagði m.a.: „Þetta er enn mjög nýtt hér, en yfir 30 golfvellir hafa a.m.k. 1 völl sem er ókynbundinn.“
„Þetta snýst allt um að vera með bestu notkunina á golfvellinum fyrir alla félaga og byrjendur sem vilja byrja í golfi. Það er ekki verið að búa til nýjar holur eða teiga; það er bara verið að velja teig á grundvelli hæfni.“
Sheringham Golf Club í Norfolk var meðal þeirra fyrstu til þess að taka í notkun ókynbundna teiga, meðan Trentham Park Golf Club í Staffordshire er sá nýjast til þess að prófa þetta nýja fyrirkomulag teiga.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
