Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2015 | 08:00

Ólafía Þórunn og Valdís Þórunn hefja leik í dag á Azores Ladies Open

Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hefja leik í dag á LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram á portúgölsku eyjunni Azores og er leikið á Terceira vellinum. Þetta er næst síðasta mótið á keppnistímabilinu á næst sterkust atvinnumótaröð kvenna í Evrópu.

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru SMELLIÐ HÉR: 

Það er að miklu að keppa á næstu tveimur mótum því 20 efstu á styrkleikalista mótaraðarinnar komast beint inn á lokaúrtökumótið í Marokkó. Fimm efstu á styrkleikalistanum fá sjálfkrafa keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

Ólafía Þórunn er í 17. sæti á styrkleikalistanum en hún hefur leikið á 13 mótum á keppnistímabilinu. Valdís Þóra er í 24. sæti á þessum lista en hún hefur leikið á 11 mótum á keppnistímabilinu.

Besti árangur Ólafíu Þórunnar er 5. sæti á þessu tímabili, en Valdís Þóra hefur náð að enda í 7. sæti.