Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2015 | 21:00

Ólafur Björn úr leik

Ólafur Björn Loftsson, GKG er úr leik á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í Hardelot, Frakklandi.

Hann lék á samtals 12 yfir pari, 225 höggum (72 75 78).  Hann varð T-76 þ.e. í 76.-79. sætinu.

Aðeins munaði 2 höggum að Ólafur kæmist í gegnum niðurskurð.

Það dugar samt skammt þar sem hann hefði verið óralangt frá markmiðinu, sem var að vera í 22 manna hópnum sem komst á næsta stig úrtökumótsins.

 

Til þess að sjá lokastöðuna fyrir Ólaf Björn í mótinu SMELLIÐ HÉR: