Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2015 | 07:00

Suzann Pettersen um Solheim Cup atvikið: „Ég vildi að það hefði aldrei gerst“

Suzann Pettersen settist nýlega niður með golffréttamanni Golf Channel,  Tim Rosaforte á heimili sínu í Orlando, Flórída og gaf honum fyrsta viðtal sitt frá því á uppákomunni frægu sunnudagsmorguninn á 17. flöt í leik hennar og Charley Hull gegn Brittany Lincicome og Alison Lee, á Solheim Cup, sem margir vilja meina að hafi orðið til þess að lið Bandaríkjanna vann að lokum.

Alison Lee hágrét - Illa farið með nýliðann af stórri stjörnu sem hún hafði alltaf litið upp til

Alison Lee hágrét – Illa farið með nýliðann af stórri stjörnu sem hún hafði alltaf litið upp til – Ekki gaman að byrja Solheim Cup ferilinn svona! Brittany Lang huggar.

Suzann vann holuna með því að standa fast á reglubroti nýliðans Lee, sem hleypti illu blóði í andstæðingana og varð til þess að þeir unnu sigur.

Þó Pettersen hafi ekki minnst nákvæmlega á hvað hún gæti hafa gert öðruvísi á 17. holu þá viðurkenndi hún í viðtalinu að hún hefði ekki átt að nálgast málið með „að sigra hvað sem það kostar“ nálgun.

„Ég hef aldrei unnið stig sem mér leið svona illa með, allt mitt líf,“ sagði Suzann. „Mér fannst eins og ég hefði tekið í burt glæsileika Solheim, sem ég tel vera besta mót sem til er í kvennagolfinu.“

„Reglukerlingin" Suzann Pettersen þarf að svara til saka hjá þjálfurum liðsins

„Reglukerlingin“ Suzann Pettersen þarf að svara til saka hjá þjálfurum liðsins

Pettersen sagðist margoft hafa séð myndskeið af því sem átti sér stað á 17. á sunnudagsmorguninn í viðureign sinni gegn Alison Lee and Brittany Lincicome og sagðist skilja af hverju mörgum golfáhangandanum fannst að hún hefði brotið gegn anda leiksins.

Eftir sem áður þá stóð Pettersen með ákvörðun sinni að gefa Lee ekki púttið. Eftirsjáin stafaði aðeins af fárviðrinu sem ákvörðunin olli.

Þetta gerðist allt svo fljótt og þetta var svo fáránleg aðstaða,“ sagði hún. „Ég vildi bara að þetta hefði aldrei gerst og ég óska engum að vera settur í þessa stöðu.“

Golfdrottningin - norska frænka okkar - Noblesse oblige, darling!

Golfdrottningin – norska frænka okkar – Noblesse oblige, darling!

Eftir blaðamannafundinn, leit Pettersen á síma sinn og fór að skilja alvarleik stöðunnar sem hún var í. Við gagnrýni áhangenda og uppáhald margra í kvennagolfinu eins og Lauru Davies og Meg Mallon bættist að Zach Johnson tvítaði að það sem hefði gerst á 17. flöt væri „skömm fyrir íþróttina“ (ens.: a “disgrace to the sport.”)

Pettersen kom seint í liðs-„dinnerinn“ um kvöldið og þegar Carlota Ciganda dró hana afsíðis og spurði hvernig henni liði, brotnaði Pettersen niður og hágrét.

Ég gat bara ekki haldið aftur af tárunum mér fannst eins og ég hefði getað gert margt svo öðruvísi og varpað öðru ljósi á golfleikinn,“ sagði Suzann.

Phil er góður vinur - hughreysti Suzann

Phil er góður vinur – hughreysti Suzann – Skilur að það er erfitt að vera í stöðu Suzann

Phil Mickelson var meðal fyrstu kylfinga sem hafði samband við Pettersen um kvöldið.  Þau eru bæði með Butch Harmon, sem sveifluþjálfara.

Hann spurði mig nokkurra mikilvægra spurninga og ég varð að svara þeim.“

Jafnvel Ryder Cup fyrirliðinn 2016, Darren Clarke sagði í nýlegu viðtali að sér finndist að Pettersen hefði gert mistök.

Það sem gerðist á Solheim Cup var óheppilegt,“ sagði Clarke. „Það sem Suzann gerði var rétt skv. reglubókinni, en skv.anda leiksins var þetta rangt. Hún viðurkenndi það á mánudaginn, svona þegar litið væri tilbaka. Að vera afturbatapíka er yndislegt.

Suzann Pettersen og Michelle Wie eru góðar vinkonur - Wie reyndist vinur í raun

Suzann Pettersen og Michelle Wie eru góðar vinkonur – Wie reyndist vinur í raun

Pettersen djókaði með það á blaðamannafundi á sunnudeginum að Evrópa ynni alltaf í eftir-partýum, en hún var í of miklu uppnámi til þess að taka þátt í partýinu til að fagna sigri Bandaríkjanna sunnudagskvöldið. Í staðinn komu leikmenn á borð við Michelle Wie í heimsókn til Suzann.

Stundum þarf bara góðar samræður við fólk sem maður treystir,“ sagði Suzann. „Fólk í innsta hring sem fær mann til að fatta að maður gæti hafa verið betri manneskja.“

Pettersen sagði að afsökunin mánudagsmorgunin hefði komið beint frá hjartanu. (Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:)  Þetta hefðu verið hennar orð og þegar hún sendi þau frá sér hefði mikilli byrði verið lyft af sér.

Pettersen á enn eftir að tala við Alison Lee, en nýliðinn er hátt skrifaður á lista þess fólks sem Pettersen ætlar að setja sig í samband við þegar hún byrjar á Asíu sveiflu LPGA.

Þegar litið er fram á við vonar Pettersen að sín verði minnst, sem eldheits, ákafs leikmanns sem gafst aldrei upp.

Ég vil að fólk viti að maður getur enn keppt þannig,“ sagði hún, „en ég vil líka að fólk muni að maður má ekki sigra hvað sem það kostar.