Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2015 | 11:30

Kaddý Spieth með 5faldar tekjur Tiger

Kaddýinn hans Jordan Spieth, er með fimmfalt hærri tekjur en Tiger Woods var með í golfkeppnum ársins 2015.

Venjulega fær kaddýinn 5% af innkomu kylfingsins, ef sá kemst í gegnum niðurskurð og hlutur hans hækkar í 10% af tékkunum, ef kylfingurinn er meðal topp 10 í mótum.

Jordan Spieth vann sér inn $22 milljónir í ár s.s. margoft hefir komið fram og hlutur kaddýsins hans Spieth, Michael Greller er $2.14m,og þá eru ekki meðtaldir allir bónusarnir.

Á keppnistímabili PGA Tour sem nú er liðið vann Spieth í Masters, Opna bandaríska, the Valspar Championship, the John Deere Classic, og Tour Championship, en þar með vann hann líka $10 milljóna bónuspottinn  fyrir sigur í FedEx Cup.

Greller, sem er fyrrum barnaskólakennari, var með nokkurn veginn sömu tekjur og Phil Mickelson í ár.

Sjá má eldri grein Golf 1 um Greller með því að SMELLA HÉR: