Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 18:50

Bandaríska háskólagolfið: Sunna, Gunnhildur og Elon urðu í 3. sæti á Lady Pirate mótinu

Sunna Víðisdóttir, GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið Elon tóku þátt í Lady Pirate Intercollegiate.

Mótið fór fram í Brook Valley CC.  Mótið stóð dagana 28.-29. september og lauk því í dag.

Sunna varð T-18 lék hringina 3 á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (76 77 78).

Gunnhildur varð T-62; lék á samtals 32 yfir pari, 248 höggum (82 86 80).

Keppendur í mótinu voru alls 90.  Lið Elon lauk keppni í 3. sæti af 17 háskólaliðum, sem þátt tóku.

Sjá má lokastöðuna á Lady Pirate Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: