Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Árangur Haraldar Franklín skínandi!!! Landaði 4. sætinu í sterku móti!!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarson, GKG tóku þátt í SBC Fall Preview mótinu sem fram fór í Destin, Florida.

Haraldur Franklín átti m.a. besta hring sinn á ferlinum, þ.e. 4 undir pari, 67 högg á fyrsta degi.

Alls lék Haraldur Franklín á 4 undir pari, 208 höggum (67 71 70) og varð T-4 í mótinu.

Sjá má umfjöllun um Harald Franklín á heimasíðu Louisiana Lafayetta háskólans, þar sem m.a. er sagt að árangur Haraldar Franklín sé skínandi SMELLIÐ HÉR: 

Ragnar Már lék á samtals 1 yfir pari, 214 höggum (78 71 65).  Ragnar Már var á besta skori mótsins lokahringinn 65 glæsihöggum!!!

Næsta mót þeirra félaga og Ragin Cajuns, liðs Louisiana Lafayette háskólans er 4. október í Cabo, Mexíkó.