Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 09:00

Hvað ætlar Spieth að gera við $22 milljóna verðlaunafé sitt?

Jordan Spieth hefir unnið sér inn $22 milljónir á þessu keppnistímabili.  Hann er fyrsti kylfingurinn á PGA Tour sem hefir unnið sér inn svona mikið fé á einu keppnistímabili. Tiger vann sér aldrei inn svo mikið verðlaunafé á einu keppnistímabili.  Ekki Phil heldur.  Enginn.  Þannig að hvað ætlar Spieth að gera við alla þessa peninga?

Á blaðamannafundi s.l. sunnudag eftir sigurinn á Tour Championship sagði Spieth blaðamönnum frá því að hann hefði verið að safna sér fyrir hlaupahjóli (ens. Razor Scooter)  þegar hann var strákur.

Ég man eftir að ég vildi fá hlaupahjól eða eitthvað í þá áttina,“ sagði Spieth. „Þá hluti. Jamm. Ég get virkilega hugsað svo langt aftur, en jamm ég gæti fengið nokkur hlaupahjól núna. (Umboðsmaðurinn minn Jay) Danzi segir mér líklega að ég eigi ekki eða fá mér svoleiðis vegna þess að ég gæti hugsanlega slasað mig. En ég held, ef ég man rétt, að þau kostuðu eitthvað yfir hundruð dollara eða eitthvað í þá áttina.  Og ég man að ég var að spara og taldi niður dagana að jólum til þess að fá svona 20 dollara, 40 dollara til þess að kaupa mér hlaupahjól.

Hann gæti keypt nokkur þannig hjól í dag.

En í alvörunni Jordan hvað ætlarðu að gera við peningana?

Hann fer ekki út og kaupir stórt inn,“ sagði mamma hans, Chris við ESPN. „Hann er mjög örlátur við fjölskyldu sína og hann er svo sannarlega örlátur við vini sína en hann eyðir peningunum ekki. Hann hefir komið á laggirnar sjóði og ég ábyrgist að einhver hluti peninganna fer í þann sjóð.“